Monday, March 13, 2006

10 plötur sem Ugluspegill hefur aldrei þolað

Allir eiga sér and-uppáhalds plötur. Í þessari grein verður greint frá þeim plötum sem Ugluspegill hefur hvað mesta andúð á.

10.

Image hosting by TinyPic
Hemmi Gunn og Rúnni Júll syngja fyrir börnin

Þetta byrjar með ósköpum. Árið 1993 leit dagsins ljós diskur nokkur sem átti eftir að eyðileggja óteljandi barnaafmæli með hræðilegum afleiðingum. Á þessum tíma var Rúnni Júl þegar orðin útbrunnin stjarna með brest í röddinni og Hemmi Gunn þurfti að fara alla leið til Tælands til að hreinsa mannorð sitt áður en hann þyrði hingað heim. Og lítið á plötuumslagið. Krakkarnir á umslaginu virðast ekki hafa hinn minnsta áhuga á því sem þeir eru að syngja, enda eru lagaheiti á borð við "Ristað brauð með smjöri" ekki líkleg til þess.

9.

Image hosting by TinyPic

Beatle Barkers

Margir hafa rekist á plötur á borð við "Bach meets the Beatles" eða "Beatles go Country" og þar fram eftir götunum. Hér hefur einhverjum framúrstefnulegum hálfvita tekist að búa til bítlaábreiðuplötu sem eingöngu er "sungin" af hundum. Hvernig er það hægt? Tók hann svona "Lennon hund" og "McCartney hund", spilaði karókí útgáfu af Yesterday og lét þá spangóla yfir? Ugluspegill er í alvörunni forvitinn.

8.

Image hosting by TinyPic

Linkin Park - Reanimation

Ugluspegill tók þessa plötu af handahófi á allmusic.com því eins og allir vita er enginn munur á nokkurri Linkin Park plötu. Af plötukoverinu að dæma finnst strákaguttunum í Linkin Park ennþá rosa gaman að leika sér að dótaköllum, enda áttu þeir að halda því áfram í staðinn fyrir að byrja að fikta á hljóðfæri.
Þegar Ugluspegill gúglaði Linkin Park var honum fyrst beint inn á síðu um Richard Wagner. Er þetta í fyrsta skipti sem sú heimasíða beitir jákvæðri ritskoðun.

7.

Image hosting by TinyPic

Geirmundur Valtýsson - Nú er ég léttur

Skagfirska sveiflan klikkar ekki. Það mætti halda að Geirmundur Valtýsson hefði gert mörg þúsundir laga því á þessari best-of plötu eru hvorki meira né minna en 36 lög. Flest syngur hann þau sjálfur ásamt Helgu Möller(eina ástæðan fyrir því að hún er ekki á þessum lista er að Helga hefur blessunarlega aldrei asnast til að gefa út plötu) eða Páli Rósinkrans og þá er nóg sagt. Vonandi fer Kringlukráin nú bráðum að fara á hausinn svo Geirmundur komist norður í fjörð að mjólka kýrnar.

6.

Image hosting by TinyPic

Florence Foster Jenkins - The glory(?????)of the human voice

Þessi plata verður nú eiginlega að vera með. Aría næturdrottningarinnar í töfraflautu Mozarts er þarna gerð ógleymanleg með einni frægustu misþyrmingu mannsraddarinnar fyrr og síðar. Florence Foster var ung stúlka frá Pennsylvaníu sem var staðráðin í að leggja sönginn fyrir sig. Faðir hennar neitaði að borga nokkurt söngnám fyrir hana þar sem hún gat varla haldið nokkurri nótu svo hún gifti sig til fjár og spreðaði svo arfi föður síns í nám og plötuútgáfu. Í fyrstu greip fólk fyrir eyrun í skelfingu en síðan uppgötvaðist hið gríðarlega skemmtanagildi sem fylgdi því að fara á tónleika með söngkonu sem hélt sig vera á heimsmælikvarða þegar hún svo gat ekki neitt. Í dag er þessi plata löngu orðin költ og nafn hennar mun vafalaust ekki falla í gleymsku.


5.

Image hosting by TinyPic
James Blunt - Back to Bedlam

Nei. Neineineinei.

4.
Image hosting by TinyPic

Erpur Eyvindarson, Steindór Andersen og fleiri - Rímur og rapp

Íslendingurinn sem fann upp kokkteilsósuna rambaði á það einfaldlega með því að taka einhverjar tilviljunarkenndar sósur úr ísskápnum og blanda þeim saman. Og bresku dátarnir á Indlandi á 19. öld sem uppgötvuðu gin og tónik því kínínið í tónikinu hélt moskítóflugunum frá römbuðu líka á það af tilviljun. Þetta eru hins vegar undantekningarnar. Það virkar ekki alltaf að taka tvær tilviljunarkenndar sósur úr tónlistarísskápnum, hræra þær saman með valdi og gefa það út með einhverjum stóryrðum að "ríman muni loksins lifa af í gegnum rappið." Erpur var fínn þegar hann hélt grillveislur með breiðholtscrewinu og fékk sér vodka út á Cheeriosið en ekki á þorrablóti í lopapeysu að taka í nefið með Steindóri Andersen. Sigur Rós hefur gefið út hörkugóðan disk með þeim magnaða stemmu-meistara á meðan Erpur heldur áfram að öskra "þér er ekki boðið!" og monta sig af því að hafa lesið Þórberg.


3.
Image hosting by TinyPic


Svala - The Real me

Á tonlist.is gefur að líta eftirfarandi ritdóm um þessa plötu:


"Það er ekki á hverjum degi sem íslenskt útgáfufyrirtæki leggur í jafn metnaðarfulla útgáfu og því er eðlilegt að vandað sé til verka. Þegar Svala var nefnd til sögunar sem líklegur kandidat var enginn spurning um að þarna væri kominn persóna sem menn töldu að hefði allt til að bera og meira til. Svala sem flestir vita er dóttir keisara íslenskrar dægurtónlistar, Björgvins Halldórssonar og kemur því ekki á óvart að hún syngur sem engill og hreyfir sig líkt og um æðar hennar renni suðrænt blóð sem er reyndar ekki frá syðri slóðum en Hafnarfirði."

Hahahahaha! Hahaha! Haha! Ha?

2.
Image hosting by TinyPic

Svalabræður - Svalasmellir

Þegar Ugluspegill leitaði að "Svala" á tonlist.is dúkkaði upp önnur plata, "Svalasmellir" þar sem fígúrurnar úr svaladrykknum velja öll sín uppáhalds lög. Þar er einmitt Björgvin Halldórsson að syngja með hljómsveit sinni HLH flokknum og Siggu Beinteins. Aðrir flytjendur eru m.a. Stefán Hilmarsson og Bjarni Ara. Ugluspegill hélt að með Rímum og rappi væri hann loksins kominn í slæma stöffið en hann hafði að sjálfsögðu gleymt hafnfirsku feðginunum síkátu. Hvað varð um vönduðu barnatónlistina? Kom út einhver diskur með Garpi eða Frissa fríska?



1.
Image hosting by TinyPic

Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson - Ég skemmti mér

Ókei. Það er í lagi að vera hress. Stundum þegar Ugluspegill lýkur síðasta tíma á föstudegi er hann stundum hress. Og það er í lagi að vera hress stundum. EN EKKI SVONA FOKKING HRESS. Maður fær algjört ógeð um leið og fyrsta lagið byrjar. Ugluspegill skilur ekki hvað svona góð söngkona eins og Guðrún Gunnars er að gera með þessu piparkökubrúna dúkkulísugerpi. Fékk hann alltof stór jakkaföt frá afa sínum og fann árskort í sólbaðsstofu í vasanum? Hver hannaði plötuumslagið? Og af hverju í andskotanum var þessi plata þriðja söluhæsta plata kringum jólin 2005?

No comments: