Tuesday, June 21, 2005

Búðarýni Ugluspegils - þriðji hluti

Það var grámyglulegur sunnudagur sem tók á móti þeim Ugluspegli og Daníel 5.X er þeir gengu upp Laugaveginn. Þó var líf og fjör, nokkuð mikið af túristum og meirihluti búðanna opinn.

Image hosted by TinyPic.com

Þar sem Illgresi var lokað ákváðu þeir að kíkja á heitasta pleisið í bænum um þessar mundir, skemmtistaðinn Ólíver þar sem Kaffi List var áður til húsa.

Image hosted by TinyPic.com

Á móti þeim tók hlýleg en þó fersk innrétting sem fékk mann til að líða eins og einhvers staðar í London. Á efri hæðinni tók Kristín vingjarnlega á móti okkur.

Hæ hæ, hvað segið þið?

Ja, við segjum nú bara allt fínt, þakka þér fyrir. Hvernig hefur aftur á móti gengið hjá ykkur?

Bara framar öllum vonum verð ég að segja. Viðtökurnar hafa verið frábærar.

Nú er rekstur eins og þessi ekki fyrir hvern sem er. Eru stjórnendurnir bara svona hugaðir?

Ja, staðurinn er rekinn af rosalega kláru fólki sem veit alveg hvað það er að gera. Hópurinn sem vinnur hérna er mjög góður og við gefum allt í þetta. Viðskiptavinirnir eru líka það besta, markhópurinn er frá svona 24 og upp úr.

Nú vorum við Danni í Dixielanddvergunum sem spiluðu oft hérna á gamla staðnum. Hver er tónlistarstefna Ólivers?

Sko, við höfum ekki verið með hljómsveitir hérna að spila, en plötusnúðarnir okkar eru frábærir. Þeir spila ekki þessa dæmigerðu FM-tónlist heldur meira hvers kyns djass og fönk.

Image hosted by TinyPic.com

Nú þurfti Kristín nauðsynlega að skreppa og afgreiða viðskiptavini á neðri hæðinni. Þrátt fyrir að það væri sunnudagur og rigning í þokkabót var ágætis streymi af viðskiptavinum inn á staðinn. Við sátum því og sötruðum teið okkar og lituðumst um.

Image hosted by TinyPic.com

Image hosted by TinyPic.com

Nú kom Kristín aftur upp stigann og við héldum áfram viðtalinu.

Þessar myndir á veggjunum eru nokkuð flottar, hver tók þær?

Já myndirnar, þær eru hannaðar af honum Gúnda. Þær hafa vakið mikla athygli verð ég að segja.

Image hosted by TinyPic.com


Hvernig er svo matseðillinn hjá ykkur?

Hann er einn sá besti í bænum get ég sagt ykkur. Það er hægt að fá allt frá hamborgurum upp í stórsteikur. Verðið er líka með því hagstæðara sem gerist. Það er svo mikið að gera á staðnum að við pöntum hráefni allt að tvisvar á dag. Svo eru kokkarnir hérna líka alveg frábærir, mæli með þeim. Svo erum við líka með frábæra kokkteila og mojito-ið okkar er eitt það besta sem fæst.

Við kvöddum nú Kristínu og þökkuðum henni fyrir gott te. Svo krosslögðum við fingurna því að í þessu húsi hafa skemmtistaðir ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Óliver fær plús fyrir gott starfsfólk og góðan mat og drykk en mínus fyrir 22 ára aldurstakmark sem gerir jafnöldrum okkar erfitt að sækja hann. Átta uglur af tíu.

Image hosted by TinyPic.com

No comments: