Á Hverfisgötu ég legg mína lykkju
að ljósgrænu húsi við erfidrykkju
þar sem við glösunum klingjum í kvöld
og kveðum um ákveðin stjórnmálavöld.
Í fyrndinni kusu okkar feður og afar
þann flokk sem núna er færður til grafar.
En þó að hann nái ekki þorrann að þreyja
hann þrjóskast samt við og neitar að deyja.
og ekur um tún með sinn þúfnabana
eða stekkur um Lögbergið léttur í glímum
líkt og hans áar á fornum tímum?
Og Snorrabúð stekkur, þótt sumir gleymi
að Framsóknarandinn þá fékk til að muna
sín flóknu tengsl við náttúruna.
Í sveita síns andlits þeir byggðu og bættu
en bara ekki fyllstu varúðar gættu
og enn ekki skilja sum framsóknarflón
að fullt er af vatni sitt eigið lón.
nú tekur við dauði eftir hinsta kallið
Og meðan að gróðurinn hylur allt hold
hvíla þeir sælir í Hriflumold.
No comments:
Post a Comment