Wednesday, May 18, 2005

Búðarýni Ugluspegils - annar hluti

Í fyrsta hluta búðarýninnar var smávörubúðin Tiger tekin fyrir. Nú héldu Kristján 5.A og Sigurður 5.U yfir götu Laugavegarins og inn í Mál og menningu, sem reyndar sameinaðist Vöku-Helgafelli vorið 2000 í Eddu-útgáfu. Forlagið var upphaflega stofnað sem bókaklúbbur árið 1937 og var m.a. Halldór Laxness einn stofnenda. Af gárungum er það stundum kallað Mal og minning eða jafnvel Kál og kenning.

Image hosted by TinyPic.com

Image hosted by TinyPic.com

Þessu húsi ættu MR-ingar að vera orðnir vanir, að minnsta kosti á haustin þegar allir streyma í bókabúðirnar í leit að námsbókum fyrir veturinn. Hérna má finna gífurlegt safn bóka, bæði íslenskra sem erlendra, ásamt hvers kyns ritföngum, gjafavörum, minjagripum fyrir ferðamenn og þannig mætti lengi telja. Auk alls þessa er starfrækt kaffihúsið Súfistinn á efstu hæðinni.
Ugluspegill vatt sér að afgreiðsluborðinu og bað um verslunarstjórann. Honum var gefið samband við hann símlega og sagt að hann væri tilbúinn til viðtals eftir kortér.
Þeir Sigurður notuðu því tímann og skoðuðu sig um. Hún er hvorki meira né minna en á fjórum hæðum. Á neðstu hæðinni ráku þeir augun í gífurlegan verðmun á spilum og þá sérstaklega háu verði á þeim íslensku.

Image hosted by TinyPic.com

Eftir dágóða stund virtst ekkert bóla á verslunarstjóranum. Eftir nánari eftirgrennslan kom hún þó niður og þeir félagar settu sig í spurningastellingar:

Komdu sæl.
Já góðan daginn, góðan daginn. Afsakið að ég komst ekki fyrr.

Gerir ekkert til. Er alltaf svona mikið að gera?
Ja, á svona sólskinsdögum sem þessum er alltaf mikið að gera á Laugaveginum. Annars fer það rosalega eftir veðrinu, allavega á þeim þremur árum sem ég hef verið verslunarstjóri.

Image hosted by TinyPic.com

Ég skil. Finnur þú þá fyrir samkeppni frá t.d. Kringlunni og Smáralind?
Já, tilfinnanlega.

En koma margir MR-ingar hérna í búðina?
Já blessaður vertu. Mjög margir. Við spyrjum gjarnan á haustin þegar allir nemendurnir koma hingað að kaupa skólabækur úr hvaða skóla þeir séu, og þar fyllið þið MR-ingarnir stóran hluta.

Já, nú hefur lestrarvenju ungs fólks oft borið á góma, veistu til þess að ungt fólk lesi ekki eins mikið af bókum og áður?
Hmm, nú varð ég fyrst verslunarstjóri fyrir þremur árum þannig að ég veit ekki alveg. Mér finnst þó ungt fólk gefa mikið af bókum. Að sjálfsögðu hefur þessi hópur ekki eins mikið milli handanna og þeir sem eldri eru þannig að bókakaup þeirra einskorðast við ódýrari kiljurnar. En þetta er lesið mikið engu að síður.

Talandi um verð, hvað er það mesta sem einhver viðskiptavinur hefur keypt hér?
1,2 milljón. En það var nú líka vegna opnunar nýs bókasafns(hlær). Svo koma nokkrir hérna um jólaleytið, oft þeir sömu, og kaupa allar jólagjafirnar á einu bretti. Það fer stundum upp í hundrað þúsund krónur.

Image hosted by TinyPic.com

Myndir þú segja að Mál og menning(þ.e.a.s. Edda) væri markaðsráðandi fyrirtæki? Hverjir eru helstu keppinautarnir?
Jú, ég myndi klárlega segja það. Aðal keppinautarnir, hmm, ætli það séu ekki útgefendurnir sjálfir í símasölu og svoleiðis. Svo er Iða líka á Lækjargötunni.

Og kemur ekki eitthvað af frægu fólki hingað?
Ójú það get ég sko sagt þér. (kallar á starfmann og bendir honum að koma) Heyrðu viltu ekki bara telja upp fyrir þessum herramanni hvaða fólk hefur komið hingað nýlega.
"Hmm jú," segir hún. "Sko(telur á puttunum): Damon Albarn í Blur kemur oft hingað, svo hefur Odd Nerdrum sýnt sig, Bobby Fischer, Forest Whittaker, Viggo Mortensen og fleiri og fleiri."

Þannig að þetta er aðalpleisið?
Klárlega!

Image hosted by TinyPic.com

Búðin fær plús fyrir skemmtilegt starfsfólk, gott úrval bóka, langan opnunartíma auk kaffihússins, en mínus fyrir gífurlega hátt verðlag á íslenskum spilum sem og lærdómsritun Hins íslenzka bókmenntafélags. Mál og menning fær 7 uglur af tíu.

No comments: