Monday, December 18, 2006

Helvítis blogspot er þó enn þá opið

Í Kína mér núna ei kátum líður,
og kremst mín fróðleiksþyrsta sál
því undir sig hafa þeir sölsað síður
sem sannleikann bera um ýmis mál.

Þótt töfrandi múr hafi túristann hrifið
sem teygist frá jöklum til rjúkandi sands
þá finnst annar sá er ég fæ eigi klifið
hinn fastgróni eldveggur þessa lands.

Á endanum helst bara huga minn léttir
að húka í von um að ekkert sé að;
því þegar í mánuð ég fæ engar fréttir
þá finnst mér sem heimurinn standi í stað.

No comments: