Friday, March 09, 2007

Limrur


Án þess að Eirík ég ræti
þá efast ég um hans ágæti.
Við neitum að víkja
og Norðmenn oss svíkja
og endum í sextánda sæti.

Í Helsinki leitar að línum
og lokkarnir villa hann sýnum.
Í miðjunni bregst hann
og man ekki textann
og les hann úr lófa þínum.

2 comments:

beast said...

Hahahaha, mikið til í þessu ;)

Hafðu það gott kv. Tóta

Einar Steinn said...

Skemmtilega kveðið, þó persónulega styðji ég Eika heilshugar og hefur löngum þótt naggur töff.

Er þessi mynd af Wacken? Sá allav. kappann spila þar og vér félagar hittum hann svo í þvögunni á leið á Motörhead.

Mér þykir helst synd með þennan asnaskap að lita hárið svart. Hvaða rugl er það? Maður með annan eins eldrauðan eðalmakka ætti fremur að flaksa honum með stolti.