Svo er það sagnfræðin eftir jól. Ég reyni við og við að grípa í sagnfræðileg rit, Sagan öll o.s.frv. og keypti mér núna í dag ævisögur Joseph Fouché og Maríu Stúart eftir Stefan Zweig og hlakka til að lesa.
Mig hefur alltaf langað á fund hjá kvæðamannafélaginu Iðunni og skellti mér síðasta miðvikudagskvöld. Núna klukkan átta er síðan jólafundur hjá þeim þar sem verður fullt af hagyrðingum að kveða rímur...mér líður eins og gömlum karli. Hef samt gaman af þessu.
Svo líður senn að hátíð góss og kviðar og meintri meyfæðingu. Í tilefni af því orti Steindór Andersen:
Lausnarinn var lagður í
lága jötu.
Íslendingar út af því
éta skötu.
6 comments:
Ójá, báðar þessar ævisögur eru mjög góðar.
Sérstaklega sagan af Joseph Fouché, lögregluforingja Napóleons. Ég dýrkaði þessa bók þegar ég var í grunnskóla. Seinna átti ég eftir að efast um sagnfræðilegt heimildagildi hennar... það er víst að Zweig færði heilmikið í stílinn; engu að síður kann að hann segja sögu á skemmtilegan hátt og í leiðinni útskýra fyrir manni anda aldanna (eins og hann gerði svo eftirminnilega í Veröld sem var), þótt sagan Fouché sé kannski ýkt þá var hún nógu gagnlegt til þess að valda því að ég hafði nokkuð nákvæma tilfinningu fyrir allri atburðarrásinni í kringum Frönsku byltinguna og þar á eftir. Eitthvað sem kom sér vel í stúdentsprófinu :D
Nú þegar jólaprófin eru að klárast gefst fyrsta tækifærið til að lesa bók um óstærðfræði síðan í sumar.
Ég hafði hugsað mér að taka Glæp og Refsingu, þar sem ég hef, mér til skammar, ekki lesið hana ennþá.
Hvað líta aðrir lesendur / Ugluspegill girndaraugum þessi jólin?
Já Glæp og refsingu sökkti ég mér í þegar við tókum Síberíuhraðlestina heim...Rússland beint í æð. Ég er núna að lesa The God delusion þessa nokkra frítíma sem maður hefur utan vinnunnar, hún er mjög áhugaverð og vel skrifuð. Mælingu heimsins langar mig síðan mikið í...
Þegar ég sat námskeið Halldórs Guðmundssonar um Gunnar og Þórberg var ég örugglega sá eini undir þrítugu, jafnvel fertugu. Það var samt afar skemmtilegt.
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my site, it is about the CresceNet, I hope you enjoy. The address is http://www.provedorcrescenet.com . A hug.
Post a Comment