Í ljósi fjölmargra kvartana sem aðstandendum Gettu betur hefur borist hefur verið ákveðið að breyta fyrirkomulagi spurningaleiksins. Hin nýju lög keppninnar verða birt hérmeð.
1. grein.
1.1. Hið nýja heiti spurningaleiksins skal vera Spurningakeppni Lærða skólans.
1.2. Keppnin skal haldin í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík.
1.3. Markmið keppninnar verður að efla og styrkja áhuga skólapilta á fróðleik ýmis konar; skal þess þó gætt að efni fróðleiksins komi úr hæfilegum áttum.
2. grein.
2.1. Í spurningakeppni Lærða skólans eru öllum réttmætum Menntaskólum heimilt að taka þátt.
2.2. Skólum sem byrja á bókstafnum F, V, H eða B verður meinaður aðgangur að keppninni hvort sem er til þátttöku eða áhorfs.
2.3. Undanskilinn frá þessari reglu er þó Húsmæðraskólinn í Reykjavík enda veita kvenkyns þátttakendur skólapiltum enga samkeppni hvort eð er.
3. grein.
3.1. Spurningahöfundur og dómari verður Atli Freyr Steinþórsson, háskólanemi og útvarpsþulur. Lokaniðurstaða hverrar keppni er í hans höndum og hefur hann vald til að breyta úrslitum eftir á gerist þess þörf.
3.2. Stigavörður spurningakeppni Lærða Skólans verður Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík.
3.3. Horfið verður frá hinum rafrænu stigatöflum og verður í þeirra stað komið fyrir sérmáluðum stigatöflum úr tré með færanlegum stigaspjöldum. Sérlegur aðstoðarmaður stigavarðar mun skipta um stig í keppninni og mun það embætti skipa Geir Ólafsson.
3.4. Ásgeir Pétur Þorvaldsson, læknanemi, mun verða spyrill í spurningakeppni Lærða skólans. Innihald spurninganna geta breyst eftir hans geðþótta.
4. grein.
4.1. Í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík skal ríkja þögn meðan á keppni stendur. Háreysti og hróp hvers konar skulu bönnuð. Lófatak skal þó leyft í lok hverrar keppni, í hófi þó.
4.2. Einungis skólapiltum er veittur aðgangur að spurningakeppni Lærða skólans. Kvenkyns þátttakendur Húsmæðraskólans í Reykjavík eru hér þó undanskildir.
4.3. Lög þessi öðlast þegar gildi.
Saturday, March 04, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment