Thursday, May 05, 2005
Borðtennissaga
Á heimsmeistaramótinu í borðtennis sem var haldið í Beijing var að venju mikið um dýrðir. Á fyrsta degi mótsins mætti þáverandi evrópumeistari, Orlowski Milan frá Tékklandi snemma á svæðið eins og venjulega. Það var nýbúið að opna íþróttahöllina og Orlowski litaðist um í kringum sig eftir einhverjum að slá við sig þegar hann ætlaði að hita sig upp. Hann sá engan í allri höllinni nema lítinn kínverja sem gekk eftir einni stúkunni.
Þar sem Orlowski kunni lítið í ensku veifaði hann honum bara, sýndi honum spaðann spyrjandi á svip og benti á borðið. Kínverjinn kinkaði kolli, gekk að borðtennisborðinu og svo byrjuðu þeir að slá sín á milli. Eftir nokkra stund var Orlowski orðinn tilbúinn fyrir mótið en þar sem enginn var enn þá mættur og hann hafði ekkert að gera spurði hann hvort þeir gætu tekið einn æfingaleik. "Ekkert mál," sagði Kínverjinn.
Til að gera langa sögu stutta rústaði Kínverjinn honum Orlowski í aðeins tveimur lotum, 21-4 og 21-6. Eftir leikinn var hann uppgefinn eftir átökin og á meðan þeir gengu eftir ganginum spurði hann á milli áreynsluhóstanna hvaða kínversku mót hann hefði keppt á undanfarið.
"Hvort ég keppi á mótum?" sagði Kínverjinn, "ég er nú bara húsvörður hérna."
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment