Fyrir framan Cösu Nova hitti hann litla bróður fyrrverandi Inspectors, Gunnar Kristjánsson í 4.X. Ugluspegill vatt sér upp að honum og dembdi á hann spurningum.
Hvaða prófi varstu í?
Dönsku. Síðan þreyti ég munnlegt próf á eftir.
Er danska ekki bara eitthvert fag sem þú átt aldrei eftir að nota?
Nei nei. Kannski ef ég panta mér kaffi á Strikinu.
Nagaðir þú blýantinn þinn í prófinu?
Nei.
Hvers vegna ekki? Gekk þér svona vel?
Já, ég hef alltaf verið sterkur í dönskunni, enda 1/8 dani.
Hver var Orgetorix?
Ég veit það ekki...rithöfundur?
Hvað ætlarðu að gera þegar þú kemur heim?
Sofa...og skemmta mér. A.m.k. ekki læra.
Síðan gerðu Ugluspegill og Halldór Berg 5.X óformlega tilraun á því hvað viðmælendurnir gætu haldið lengi í sér andanum. Voru vegleg verðlaun í boði fyrir þann sem náði lengstum tíma, sem var mældur með klukku plaetarum(sem er jú heilög) Gerði Gunnar hetjulega tilraun en gafst upp eftir aðeins 28,963 sekúndur.
Næst lá leiðin í Íþöku, en þar má gjarnan finna stúdentsefni á barmi þess að lesa yfir sig. Í stól fyrir utan lessalinn sat Hilmir Jensson 6.A heldur snautlegur á að líta. Hann samþykkti þó að svara spurningunum.
Hvaða próf þreyttirðu síðast?
Sögu. Það var nú stóri bitinn maður...
Er saga ekki bara eitthvert fag sem þú átt aldrei eftir að nota?
Nei, maður getur alltaf valtað yfir þessa helvítis verzlinga í Gettu-betur spilinu.
Nagaðir þú blýantinn þinn í prófinu?
Já mikið. Þegar ég var búinn með blýantinn nagaði ég neglurnar upp til agna og byrjaði síðan á borðinu, en þá var tíminn búinn.
Nú, gekk þér eitthvað illa?
Mér gekk skítlega vel.
Hver var Orgetorix, og hvernig fór fyrir honum?
Orgetorix var langríkastur og göfgastur Helveta. Það fór frekar illa fyrir honum, hann drap sig er hann sat í haldi.
Hvað ætlarðu að gera þegar þú kemur heim?
Við Þura ætlum að borða ógeðslega mikið af Oxpytt eða Pytt i pännan, sem er sænskur pottréttur.
Að loknum spurningunum var Hilmir orðinn heldur móður. Hann náði þó að halda í sér andanum í 33 sekúndur og tók forystuna hingað til.
Þá rölti Ugluspegill í dyggri fylgd Halldórs inn í anddyri Gamla skóla þar sem nokkrar hræður reyndust vera í munnlegum prófum. Þeir náðu að grípa í skottið á Einari Hallgrímssyni 5.M þar sem hann var á leiðinni út.
Í hvaða prófi varstu?
Ég var í stúdentsprófi í ensku...það gekk bara ágætlega.
Er enska ekki bara eitthvert fag sem þú munt aldrei nota?
Nei nei, ég á eftir að nota það helling á ferðalögum, tengt atvinnu og svo framvegis.
Nagaðir þú blýantinn þinn í prófinu?
Nei, það er álbragð af pennanum mínum og það er vont á bragðið.
Hver var Orgetorix og hvernig fór fyrir honum?
Humm, ég segi bara að það hafi verið aðstoðarmaður Hitlers, sem framdi sjálfsmorð(hann grísaði þó á réttan dauðdaga)
Hvað ætlarðu að gera þegar þú kemur heim?
Runka mér.
Einar Hallgríms náði hvorki meira né minna en 50 sekúndum án þess að anda! Hann hefur tekið örugga forystu og er kominn með níu fingur á verðlaunagripinn.
Nú þurfti Ugluspegill að brydda upp á viðtölin og þrammaði upp á þriðju hæð þar sem Bjarni konrektor sat í öllu sínu veldi2
Nú er ég vanur að spyrja um nafn og bekk en ég veit ekki hvort það gildir líka um þig...?
Jú jú, Bjarni konrektor 6.Y! Sjáðu bara(bendir á mynd af sjálfum sér innan um núverandi 6.Y) hvað ég passa vel inn í hópinn. Það mætti halda að ég væri einn af þeim, ekki satt?
Jú það er satt. Sastu yfir í einhverju prófi núna áðan?
Nei, ég var bara að sinna mínum skyldustörfum hér á skrifstofunni.
Nagaðir þú blýantinn þinn meðan þú varst að sinna skyldustörfunum?
Nei ég gat það ekki þar sem ég hafði báðar hendur á lyklaborðinu. Og það eru engin tannaför á því, skal ég segja þér. (Grípur um glansandi hreint lyklaborðið og sýnir Ugluspegli og Halldóri).
Veist þú hver Orgetorix var og hvernig fór fyrir honum?
Humm...(lítur stundarkorn á spurningablaðið og klórar sér í hausnum), ég myndi ætla að það hefði verið einhver Galli. Og ætli hann hafi nú ekki dáið á endanum, kannski í orrustu gegn Rómverjum?
Ekki alveg en þú varst þó nálægt því. Hvað hyggstu gera að skyldustörfum loknum?
Fá mér að borða og síðan á borðtennisæfingu.
Ugluspegill og Halldór kvöddu Bjarna konrektor og gengu síðan út í hávaðarok og kulda. Bráðum kemur betri tíð að prófum loknum. Einar Hallgrímsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni í að halda í sér andanum, og fær hann í verðlaun Síríus Vanilin Konsum súkkulaðiplötu, eins og ljóninu í Kardimommubænum fannst svo gott.
5 comments:
Ég er viss um að ef að bekkjarbróðir minn hefði fengið að taka þátt í andahaldinu hefði hann unnið.
Alltaf hægt að treysta á Hilmi að segja eitthvað fyndið.
brydda upp á viðtölin?
ég hló upphátt þónokkrum sinnum yfir þessarri færslu. Áfram, Ugluspegill!
Hahahahahaha
Post a Comment