Thursday, January 05, 2006

Spurningakeppni Ugluspegils

Gleðilegt nýtt ár. Hér koma tíu spurningar í máli og myndum. Svör vinsamlega berist í álitakerfið.

1. Hvaða mánuður er núna skv. forn-íslensku tímatali?
2. Ariel Sharon liggur nú á dánarbeði. Hvað er hann gamall?
3. Hvaða ritstjóri, æringi og Bandaríkjaforsetavinur orti Máninn hátt á himni skín?
4. Hver er þetta? (ath. ekki stækka textann í horninu!)
5. Hvers konar vörur framleiddi Nokia fyrirtækið upphaflega?
6. Númer hvað er Angela Merkel í kanslararöðinni eftir seinni heimsstyrjöldina og hver var fyrsti kanslari Þýskalands þá?(s.s. Bundeskanslarar)
7. Hvað heitir maðurinn sem þróaði Tivoli-útvarpstækin?
8. Hverjir leika á gítar í Guitar islandico tríóinu?
9. Hvaða þjóðfáni er þetta?
10. Hvert er aldurstakmarkið til framboðs forseta Íslands?

No comments: