Monday, April 17, 2006

Hoho-ar og dödö-ar

Ugluspegill var oft á hestbaki. Þegar bílar á þjóðveginum óku framhjá honum í sinni lystiferð gat hann séð hvort fólkið sem inni í bílunum sat stundaði hestamennsku eða ekki.

Væri um hestafólk að ræða horfðu foreldrarnir gaumgæfilega á Ugluspegil og virtu fyrir sér gang hestsins og svo framvegis. Krakkarnir aftur í gáfu hins vegar lítið fyrir ríðandi mann og þóttust aldeilis hafa séð annað eins enda alltaf látin fara á bak.

Hefðu farþegarnir lítið sem ekkert komið nálægt hestamennsku glenntu börnin upp augun og skoðuðu ho-ho inn með andagt á meðan fullorðna fólkið lét sér fátt um finnast og brunaði áfram eftir malbikinu. Þegar það gerðist varð Ugluspegill alltaf dálítið leiður og fannst eins og hann ætti ekkert heima í nútímanum.

No comments: