Wednesday, October 18, 2006

Draumur í 5 málsgreinum

Einu sinni var maður í heimsókn hjá ömmu sinni og afa, að drekka kakó og horfa á fiskiflugur í glugganum. Þegar hann fór heim labbaði hann í snjónum og sá gamlan mann vera að silast niður brekkuna í hjólastól og eftir smá tíma rann hann með ógnarhraða aftur á bak og flaug á hausinn, og þegar maðurinn kom nær sá hann að fótur gamla mannsins(eða afa Braga eins og hann vildi láta kalla sig) hafði snúist um 180 gráður. Afi brunaði með hann á 180 upp á sjúkrahús og það var enn þá fiskifluga í framrúðunni. Á leiðinni stoppuðum við í Hjálmholtinu til að fara í geðveikt flotta veislu og allt í einu voru allir í fínum fötum, líka afi Bragi. Í veislunni voru kínverskir krakkar hlaupandi um og litlar snittur sem voru samt rjómatertur, allar fínu frúrnar voru frammi að spjalla en enginn vildi sjá sýninguna sem var inni í stóru stofunni og samanstóð af þremur píanóum sem var búið að taka í sundur og hengja hverja nótu í band.

No comments: