Í IKEA var keypt ýmislegt þarft fyrir táfýlu-piparsveinalífernið sem einkennir heimilishaldið á Xue-Yuan stræti. Auk skórekka og fatahengis voru tvær klukkur keyptar, stilltar á kínverskan og íslenskan tíma, auk forláta kommóðu sem mun hýsa allt íslenska nammið sem til kommúnunnar er sent. Gerviblóm og vasar, þvottagrind, straubretti og fleira slæddist í innkaupapokann. Straubrettið mun koma sér mjög vel í skyrtustraujun um jólin því þvottavélin spilar hjákátlega útgáfu af Jingle-bells þegar hún hefur lokið við að þvo. Það verður því engin jólamessa frá Rás1 þann 24. heldur klukknaómur þvottavélarinnar sem mun hljóma um IKEA íbúðina þegar þar að kemur. Ingvar Kamprad yrði ánægður.
Thursday, October 19, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment