Nú hafa Kínverjar enn einu sinni lokað fyrir Blogspot síðurnar svo Ugluspegill getur ekki séð sína síðu né aðra spegla. Sem betur fer er blogger.com, síðan sem færslurnar eru skrifaðar inn á, enn þá opin svo hann getur aðeins skrifað inn á síðuna en ekki séð.
Reynt skal þó að setja inn a.m.k. eitt lofkvæði um þarlenda ríkisstjórn í von um að þeir sýni náð og miskunn og lofi kínverskum netnotendum að heimsækja síðurnar. Á meðan ætlar undirritaður að skella sér á torg hins himneska friðar, verk sem hann hefur ætlað að gera síðan hann kom til Beijing fyrir rúmum tveimur mánuðum.
Friday, October 27, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment