Saturday, March 24, 2007

Dularfulla hurðin



Í íbúðinni okkar eru átta hurðir. Við höfum búið hér síðan í lok ágúst og höfum einungis opnað sjö dyr.

Leigusalinn okkar minntist ekkert á herbergið sem er við hliðina á rúminu mínu (sem liggur við vegginn hinum megin við hornið). Það er hins vegar harðlæst og búið að sparsla upp í karmana svona eins og innsigli. Við höfum ekki hugmynd um hvað er þarna inni og viljum helst ekki spyrja.

Í nótt heyrði ég lága dynki koma úr herberginu. Ég hef látið mér detta ýmislegt í hug.

6 comments:

Anonymous said...

Það er rotnandi lík þarna inni, ég er að segja þér það! Slæm tilfinning fyrir þessari hurð. Aðeins of spúkí :/

Anonymous said...

Það er rotnandi lík þarna inni, ég er að segja þér það! Slæm tilfinning fyrir þessari hurð. Aðeins of spúkí :/

Unknown said...

varla mikið rotnað ef það getur bankað í vegginn....

Anonymous said...

Nú er vorvitnin vakin. Tek kúbeinið með til Kína.

Pabbi

Anonymous said...

Það segi ég satt, mikið langaði mér oft lil að láta mig detta "Óvart " á hurðina með þeim afleiðingum að glerið brotnaði. Takk fyrir umburðalindið og gestrisni ykkar félaga.

Palli það skapar yfirvigt í flugi að taka með kúbein, en það er stór skiptilykill í næst efstu skúffunni í ganginum Hann er góður á glerið


Hörður

Anonymous said...

Er ekki bara að kýla á þetta?