Monday, August 13, 2007

Taktu maður vara á þér.

Og tíminn líður, trúðu mér. Þann 29. ágúst flýt ég til Kína og mun búa í Nanjing næsta veturinn. Sumarið hefur liðið ótrúlega hratt á Íslandi og það alltof hratt því þetta er besta sumar sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Þessi færsla er tileinkuð ákveðinni manneskju sem á þátt í því. Sú manneskja verður tvítug 27. ágúst, tveimur dögum áður en ég fer út.



Hana hef ég þekkt alltof stutt en mun þekkja alla mína ævi; þangað til það verður komið árið 2060 og ég þarf ekki að blogga lengur með því að pikka inn á tölvu heldur eitthvað allt annað og ég þarf ekki að hringja í Þóru lengur með því að ýta á símatakka.

Það veit ég fyrir víst þegar sú manneskja ætlar að fórna heilum jólum og fljúga ein síns liðs í fullkominni óvissu alla leið til Kína bara til þess að heimsækja mig. Þvílík önnur eins geðveiki. Síðan var ég fullkomlega sannfærður þegar hún sagðist meira en tilbúin í að þola einn vetur með kærasta átta þúsund kílómetra í burtu sem vaknar í skólann þegar hún fer að sofa. Kínverjarnir reka upp stór augu þegar ég sýni þeim þessa mynd í veskinu, hlæja síðan að rauða hárinu og segja mér hvað ég sé stálheppinn.

5 comments:

Anonymous said...

Klöppum fyrir 1.júní!

p.s. þið eruð kjútís. feitt par

Anonymous said...

samt ekkki feit þannig

Anonymous said...

Ekki feit? Aldrei séð feitara par.

Einar Steinn said...

Þið eruð fallegt par. Alveg sílspikuð. ;) :)

Þórarinn Sigurðsson said...

Hversu margir kínverjar eiga rauðhærðar kærustur? Mundu að núa saltinu í sárin.

Þið þjáist svo sannarlega af mikilfenglegri hjúskaparoffitu.