Á kvöldin finn ég komast í
krappa sinnisvöku.
Raksturinn er ráð við því
rýja kinn og höku.
Hárin brönu hér og þar
hylja vönum grettur.
Fer á skjön við flesta hvar
fjandans grönin sprettur.
Blaði lyfti, legg til at
lögu giftulega.
Það í skiptið skeggið gat
með skærum klippt eins mega.
Áfram fargar atgeirinn
alltof marga skerður.
Af mér sargast óhroðinn
-engu bjargað verður.
En fljótt mig hræðir hárbeitt egg
með hnífnum æð er skorin.
Eins það blæðir í mitt skegg
sem árnar flæða á vorin.
Leit var hafin vatni við
og votur af mér strjúka.
Hlaut þar skafinn skatni frið
skot sér gaf að brúka.
Eftir þennan djöfuls dag
dreyra enn þá sárin.
Mitt andlit brennir blóðugt flag
sem blaut í renna tárin.
Ekkert lánið öðlast mér
aðeins smán í bunum;
Í byrjun mánuðs blæða fer
með bölvans þjáningunum.
2 comments:
Hahahaha. Snilld.
hei, skemmtileg síða :) Búin að henda þér inn á rss lesarann minn. (og skamm að hafa haldið áfram í Kína - eða nei annars ég er nú með ágætis tenóraúrval í kórnum núna...)
Post a Comment