Saturday, April 23, 2005

Nýjar brúðkaupshefðir

Ugluspegill fékk nýverið veður af heldur nýstárlegum brúðkaupssiðum. Hér má sjá ástfangið par.

Image hosted by TinyPic.com

Við fyrstu sýn virðist ekkert óeðlilegt. Það er mjög hrifið hvort af öðru. En það er einmitt vandamálið. Þetta par langar til að staðfesta ást sína heitar en nokkrir aðrir hafa gert. Stelpan heitir Gillian og strákurinn Clive.

Image hosted by TinyPic.com

Gillian: Clive minn, við ættum nú kannski að fara að gifta okkur. Það eru komnir ellefu mánuðir síðan við byrjuðum að búa saman.
Clive: Já, ég veit það ástin mín, við höfum rætt þetta áður. Er ekki eitthvað sem liggur þér á hjarta?
Gillian: Jú Clive. Þú skilur, þegar maður og kona ákveða að byrja saman og búa saman...
Clive: Já...?
Gillian: Þá allt í einu...gerist eitthvað, svona á milli þessara persóna. Ég get ekki útskýrt það. Þau verða einhvern veginn partur af hvort öðru, og sameinast eins og yin og yan. Þess vegna, í staðinn fyrir venjulegan giftingarhring, langar mig til að biðja þig um annars konar staðfestingu á að þú elskir mig jafn heitt og ég geri þig.
Clive: Ég geri hvað sem er fyrir þig, elskan, þú veist það
Gillian: HVAÐ sem er? Því það sem mig langar að biðja þig um er að við bútum af fremsta hlutann af baugfingrunum okkar í sameiningu.
Clive: HAAA?
Gillian: Já. Ég er manneskja af holdi og og blóði, og þú ert manneskja af holdi og blóði. Þegar ég leita að einhverri staðfestingu á ást frá manneskju þá ert ekkert betra við hæfi en að fá staðfestingu á hennar eigin holdi. Hvað mundi hringur þýða fyrir okkur? Gerði það okkur eitthvað nánari eða samheldnari fyrir vikið? Ef við værum bæði með styttri baugfingur en annað fólk gerir það okkur svo...mikinn part af hvoru öðru. Hugsaðu um þetta frá heimspekilegu sjónarhorni Clive. Við megum aldrei aðskiljast. Baugfingurinn gerir þetta enn þá táknrænna. Til fjandans með hefðbundna brúðkaupssiði.

Image hosted by TinyPic.com Image hosted by TinyPic.com

Og þetta gerðu þau. Drukku mikið af viskíi til að deyfa sársaukann, svo stilltu þau sér upp á móti hvort öðru og bitu fingurna af. Í nafni ástarinnar. Ugluspegill dáist að hjónunum ungu og óskar þeim velfarnaðar í lífinu.

Image hosted by TinyPic.com


En þetta vekur upp ýmsar áleitnar spurningar. Hvað getur ein manneskja átt mikið í einhverri annarri? Hvenig hættir hluti af manni sjálfum að vera hlutur af manni sjálfum og fer að vera eitthvað annað? (Ugluspegill mælir þó ekki með þessari pælingu á næstu klósettferð.) Og umfram allt, hvers vegna eru brúðkaupssiðir nútímans eins og þeir eru?
Ugluspegill hvetur lesendur sína til að ræða málin í commentakerfinu. Hann mun síðan halda áfram að spegla hinar skrýtnustu hliðar samfélagsins á þessa bloggsíðu. Fylgist með.

7 comments:

Sigrún Hlín said...

Geheðveheikt. Þegar ég finn lífsförunaut minn ætla ég að bíta af honum nefið og biðja hann að gera mér slíkt hið sama. Þá fæ ég kannski link. Sem "og frú", kannski?

Kristján Hrannar said...

Að sjálfsögðu.

Særún said...

Þannig hefur fingurinn komist í salatið á skyndibitastaðnum Wendys í Bandaríkjunum. Nú er þetta allt að skýrast. Wendys gefur 100.000 dollara, þeim sem getur gefið upplýsingar um fingurinn. Ugluspegill, ef þú talar ekki við þá innan sólahrings þá geri ég það. Veitir ekki af dollurunum.

Arngunnur Árnadóttir said...

Úff, ég fæ í magann.

Halla Oddný said...

Oj hvað þetta er ógeðslegt fólk.

bergþóra said...

hahahaha vá þetta ætla ég sko að gera.

Kristján Hrannar said...

Já kannski við litla sæta köttinn sem þú heldur á? Hrotti.