Hins vegar er leiðin aftur til Kína í haust auðveld viðureignar. Nanjing mun verða heimaborg mín næsta árið, ég mun snúa aftur skáeygður á öðru í Y-3 peysu reykjandi Zhong-nan-hai að tala um taóisma.
En þessa dagana er maður nú bara að sakna Íslands. Það eru(auk fjölskyldu og vina) þessir litlu hlutir á Fróninu sem maður saknar. Að því tilefni höfum við Siggi gert lítinn lista yfir það sem við ætlum að gera þegar við komum heim:
- Fara út í bakarí og fá sér súkkulaðisnúð og kókómjólk
- Skreppa í Vesturbæjarlaug og í heitan pott(ég hef ekki átt nánari snertingu við vatn þennan vetur en 5 mínútna skyndisturtur)
- Fá sér ís í Ísbúð Vesturbæjar
- Fara á bæjarins bestu
- Liggja undir vatnskrananum
- Bölva því að geta ekki skroppið tíu metra út í búð og keypt sér bjór á 15 krónur heldur 200 hjá bákninu
Síðan verður óneitanlega þægilegt að geta t.d. farið til tannlæknis án þess að valda gríðarstórum misskilningi og draga að sér athygli 200 manns sem vilja hjálpa manni að segja "rótarfylling" á kínversku. Það styttist í mann!
1 comment:
Komdu sæll Kiddi
Já nú er þessum kafla að ljúka. Það er búiða að vera mjög gaman að fylgjst með ykkur þarna út, að ég tala nú ekki um að hafa fengið að eyða 4 vikum með ykkur þarna. Það er alveg ógleymanlegt. Takk kærlega fyrir okkur. Megi heimferðin ganga vel og verið þið velkomnir HEIM.
Kær kveðja,
Hörður, Vilborg og Andri Steinn
Post a Comment