Wednesday, May 16, 2007

Með Hafnarstúdentum

Ármann Skrubaf skrifaði að í staðinn fyrir að segja "Þá er maður kominn til Köben" væri miklu smekklegra að segja "Þá er maður kominn til Hafnar." Ég er ekki frá því.
Guldbergsgade fem og tyve er nokkuð frábrugðin Xue Qing Lu, það eru aðeins færri reiðhjól og svona.

En fyrir mitt leyti er ég bara kominn heim. Kaffikönnur í búðargluggum. Kirkjuturnar og enginn glápir á mann. Fólk að borða með hníf og gaffli.

Lokahlykkurinn á ferðinni er þó eftir. Ferðinni sem byrjaði einn fagran morgundag á aðallestarstöðinni í Beijing, teygðist um skóga Síberíu, bakka Bajkal vatns og gegnum Úralfjöllin til Moskvu, andvökunóttina þar með heimilislausa fólkinu, frekari andvökur með jakkafataklæddum Þjóðverjum í Þusslaþorpi og nú sem stendur í Höfn. Á laugardaginn klukkan þrjú verð ég kominn í Leifsstöð. Það verður gaman.

Svo fer ég nokkrum mánuðum seinna aftur á Leifsstöð, á "gamlar" slóðir. En nú er bara að koma heim.

Kristján

4 comments:

Anonymous said...

Velkominn til Hafnar. Guldbergsgade fem og tyve er þarnæsta hús við Empire bio, sem er einmitt uppáhaldsbíóið mitt.

Unknown said...

Velkominn aftur til landsins. Hitti þig svo bara þegar prófin eru búin.

Anonymous said...

Karlmenn eru velkomnir í Kvennakirkjuna. Kvennakirkjan er frjáls trúarhreyfing og ég veit ekki betur en að t.d. Kaþólsku kirkjunni sé hlutur kvenna mjög rýr!!!

Kristján Hrannar said...

...ha?