Svikarar ganga lausir undir berum himni á Íslandi - og það meira að segja undir lögvernduðu starfsheiti. Þeir kalla sig miðla og bjóða þjónustu sína fyrir gommu af peningum og eiga að geta náð sambandi við hina meintu handanheima til að koma skilaboðum frá látnum ættingjum og vinum til þeirra sem eftir lifa og vilja ná sambandi við þá.
Þessir aðilar eru loddarar og svikahrappar - allir sem einn. Ég fullyrði það kokhraustur og án þess að blygðast mín fyrir það.
Við skulum skoða aðeins betur hvað liggur að baki þessum ásökunum hjá mér. Frá byrjun tuttugustu aldar finnast menn sem hafa flett ofan af óteljandi fölsurum og svikahröppum og í leiðinni höggvið stórt skarð í miðlastéttina - hæst ber þar að nefna Harry Houdini og James Randi. Sá fyrrnefndi fullyrti, eftir margra ára vinnu sína við þetta, að hann væri orðinn algjörlega viss um að það fyndist ekki einn einasti einstaklingur sem hefði þessa meintu náðargáfu. Sá síðarnefndi býður hverjum þeim sem getur sannað að hann hafi yfirnáttúrulega hæfileika ávísun upp á eina milljón bandaríkjadala - tilboð sem hefur staðið síðan 1964 en enginn getað uppfyllt hingað til.
Fjölmiðlar á Íslandi eru ótrúlega latir og svifaseinir við að gagnrýna þessa einstaklinga. Stjórnmálamenn fá oft háðulega útreið í dagblöðunum ef upp kemst kvittur um einhvern misbrest í starfi þeirra - en í sama tölublaði er oft viðtöl við miðla þar sem þeir fá að kjafta blaðamenn stútfulla af endalausri þvælu um líf eftir dauðann og einhver telekommúnísk samskipti þeirra við látna einstaklinga án þess að fá á sig nokkra alvöru gagnrýni eða óþægilegar spurningar.
Nú væri sjálfsagt hægt að spyrja mig hvers vegna ég slengi þessu svona fram án alvöru rökstuðnings. Einhver skrifar í kommentakerfið "Hvernig getur þú afsannað að a.m.k. einhverjir hafi smá hæfileika í þessu?" eða "Hvernig getur þú sagt svona ef þú hefur aldrei farið á miðilsfund." Við þá aðila hef ég eftirfarandi spurningar:
1. Hvers vegna eru miðlar ekki óðir og uppvægir að ná sér í milljón dollara ávísunina hjá James Randi, fyrst þeir halda því fram að þeir geti talað við látið fólk?
2. Ef einhverjir hefðu þessa hæfileika í alvörunni, hvers vegna fá þessir miðlar ekki Nóbelsverðlaunin í efna- og eðlisfræði fyrir að umbylta nær öllum þeim lögmálum sem við höfum um veruleikann? Hvers vegna þarf maður að fara til einhverrar spákerlingar í þakíbúð á Njálsgötunni til að ná sambandi við afa sinn en ekki á faglegt námskeið í háskólanum?
3. Hvers vegna er sambandið sem þessir miðlar fá alltaf svona lélegt? Af hverju þurfa þeir alltaf að spyrja "áttu föður sem drakk mikið?" eða "Áttu einhvern ættingja sem byrjar á Guð...Guðmundur eða Guðfinnur."?
Ég skal reyndar svara þeirri spurningu. Aðferðin sem miðlar nota kallast háttlestur (cold-reading á ensku) og felst í því að þeir reyna að fiska einhverjar upplýsingar upp úr fórnarlömbunum til að geta komið með einhver uppskálduð skilaboð frá látnum vandamönnum. Það getur hver sem er orðið miðill ef hann vill - það eina sem þarf er að fylgjast með er hvað miðlarnir gera þegar þeir skjóta fram hjá markinu eða þegar þeir hitta í mark.
Ef hlutfallið er reiknað milli þess sem ágiskanir þeirra bera, eða bera ekki, árangur er það grátlega lélegt, því viðmælendurnir eiga það til að gleyma vitlausu ágiskunum og sigta út með valkvæmri hugsun hvað passar við þá og hvað ekki. Oft hafa miðlarnir grúskað í upplýsingum um tilvonandi viðskiptavini sína, ýmist með því að nota aðstoðarmenn sem spjalla við þá þegar þeir panta tíma, eða finna út með hinum og þessum samböndum hvort þessi eða hinn eigi móður eða föður á lífi o.s.frv. Fámennið hér á Íslandi gerir þetta einstaklega auðvelt.
Ennfremur spyrja þeir aldrei á miðilsfundunum hvort einhver eigi ættingja sem heiti Meyfróður eða Sváfnir - alltaf dúkka upp Jón eða Gunna eða önnur nöfn sem væri ólíklegra en hitt að passaði við viðmælandann. Er alltaf svona lélegt samband við þá sem heita sjaldgæfum nöfnum?
Það er einnig fróðlegt að fylgjast með hvernig aðferðir miðla hafa þróast og breyst gegnum árin. Í byrjun tuttugustu aldar byrjuðu miðlar að gubba út úr sér útfrymi - þá voru miðilsfundirnir dularfullar samkomur ekki ósvipaðar andaglasi þar sem ljósin voru slökkt og miðillinn komst í einhvers konar trans við andaheiminn þar sem hinir látnu tóku sér bólfestu í honum. Eftir því sem árin liðu varð það æ algengara að upp komst um þessa aðferð og fólk hætti smám saman að trúa því að þeir gætu þetta í alvörunni (Hver myndi trúa þessari vitleysu í dag?). Eftir það fóru miðlar að nota hógværari aðferðir, biðja fyrir fólki og svo framvegis. En það er sami rassinn undir þessu öllu saman - lodd, svik og prettir.
Skúli Viðar Lórenzson er einn af þessum loddurum. Hann er stundum nefndur besti miðill á Íslandi og þótt víðar væri leitað - sem þýðir að honum hefur vegnað betur í háttlestri sínum en öðrum, hver veit? Í þessari grein er frásögn eins sem fór á (rándýran)fund með honum eftir margra vikna bið, vinsældir hans eru greinilega slíkar. Hann las fyrir fjóra einstaklinga sem í greininni eru nefndir Geirmundur, Hermundur, Sigtryggur og Baldur (viðurkenndi reyndar eftir fundinn að hafa þekkt tvo af þeim), og hver voru ráðin sem hann gaf?
- Það er kominn tími til að þú uppfærir tölvuna þína.
- Þú hefur átt í vandræðum með augun, farðu nú varlega með þau (sagt við Geirmund - sem hefur stórgóða sjón)
- Mundu nú að taka afrit af ljósmyndunum þínum (var það merkilegasta sem pabba hans Geirmundar datt í hug að segja við hann eftir 20 ára aðskilnað).
- Þú ættir að drekka minna.
- Þú verður að teygja vel á fætinum svo þú stirðnir ekki.
- Talaðu meira við son þinn.
- Talaðu meira við dóttur þína.
Ef þetta er allt og sumt sem ættingjarnir hafa að segja hlýtur þeim að vera skítsama um vini sína og vandamenn sem enn þá lifa. Það er greinilega svo gaman í þessum handanheimum að þeir nenna ekki að setja sig í alvöru samband við miðilinn, nema þegar þeir drattast til þess og segja eftirlifandi syni sínum að muna að taka afrit af ljósmyndunum sínum. Skúli Viðar, hvernig er þér stætt að koma svona fram við fólk sem hefur kannski nýlega misst nána einstaklinga og er í sorg? Hvernig geturðu haft það eftir þér að ljúga það fullt af vitleysu og láta meira að segja borga þér fyrir það? Hefurðu enga sjálfsvirðingu?
Þetta er eitt dæmi um skaðsemi miðlastarfseminnar. Það þekkjast ýmis tilvik þar sem miðlar hafa eyðilagt lögreglurannsóknir því þeir telja sig hafa upplýsingar frá þeim myrta eða týnda um staðsetningu þeirra - og hafa oftar en ekki kolrangt fyrir sér. Ég get líka talið upp fullt af ótrúlegum sögum þar sem miðlar hafa verið ótrúlega sannspáir um hitt eða þetta þar sem ekki virðist nokkur möguleiki að þeir hafi vitað af því. En það sannar ekki neitt, því miður. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á þessum yfirlýstu hæfileikum miðla og þær benda allar til þess sama - að þeir hafi ekkert umfram okkur hin.
Kannski halda þessir einstaklingar í alvöru að þeir hafi þessa hæfileika. Ég veit ekki hvort þeir séu haldnir einhverjum geðrænum vandamálum (að þykjast heyra raddir að handan?) eða hvort þeir lifa í svona mikilli sjálfsblekkingu. Kannski eru einhverjir af þeim einfaldlega það örvæntingarfullir í peningaleit sinni að þeir fórna allri sjálfsvirðingu sinni til að stunda þessa siðlausu starfsemi. Ég verð oft reiður, já virkilega reiður, þegar ég heyri Þórhall miðil á Bylgjunni ljúga upp í opið geðið á sorgmæddu fólki sem trúir í sinni einfeldni að hann geti talað við horfna ástvini. Það er hreint ótrúlegt að þessir svikamiðlar séu ekki látnir svara til saka fyrir þessa ólöglegu fjárplógsstarfsemi sína.
34 comments:
Frábær pistill.
Ítarefni:
Um háttlestur
Um forlestur
Heimsókn til Maríu Sigurðardóttur
Frábær grein, þvílíkur penni sem þessi drengur er og já ég er hjartanlega sammála þér með þessa svika millu í garð fólks sem líður illa, væri ekki réttar fyrir þessa slefandi aumingja að reyna að féfletta fólk sem er ekki niðurbrotið og illa farið andlega
Enn og aftur Frábær skrif, til hamingju með það
Gaur takk fyrir góðan pistil. En þú ert a gleyma samt einu, það er til fólk með dulræna gáfur sem kanski eru ófreskjigáfur eða eithvað anað, sko e´g er alveg sammála þér en ekki taka samt of stórt upp í þig, já þettað lið eru svindlarar og loddarar en hvað með fólkið bak við tjöldin sem virkilega hefur eithvað. það er staðreynd að þeir sem eru raunverulega ófreskjir þeygja nánast undarteknigar laust yfir því.
Virkilega vel skrifaður pistill, og vel með efniviðinn farið. Ég vildi samt benda á með þessir ófreskigáfur, miljón dala verðlaunin sem James Randi býður, eru ekki fyrir sönnun á miðilsgáfum. Heldur fyrir sönnun á hvers konar ófreskigáfu, hvers konar yfirskilvitilegum hæfileika.
En aftur, þakka þér kærlega fyrir þessa frábæru grein.
Góð grein og vel mælt, var einmitt að horfa á penn & teller segja að það að geta talað við framliðna væri Bullshit!
þakka fyrir vel skrifaða grein (:
hef bara það að segja að þó fólk hafi miðilshæfileika eða hvað það er nú kallað er ekki endilega víst að það vilji fara að auglýsa það útum allt og miðlar [svikarar] eru einfaldlega fólk sem vantar athygli.
Þetta er eins og að segja að allir ameríkanar séu heimskir ef manni finnst t.d. bara Bush vera fífl.
Þú hefur væntanlega ekki hitt ALLA þá sem kalla sig miðla eða virðast vita meira en við hin. Ég er ekki viss um að allir viti heldur af þessari milljón sem býðst fyrir að sanna sitt og hvað þá að þeir sem að stunda svona í góðri trú vilji taka þátt í svoleiðis.Þeir sem eru að þessu til góðs eru ekki endilega á höttunum eftir miklum peningum og hvað þá auglýsingu á sjálfum sér. Auðvitað eru til fullt af svikurum sem ná að blekkja fólk en að alhæfa svona er nú aðeins of langt gengið.
Það sem mér finnst að þessari færslu hjá þér er að segja að ALLT þetta fólk séu svikarar.
Ég vil taka það fram að ég er ekki mikið trúuð og og það þarf mikið til að sannfæra mig en ég hef góða reynslu af miðli sem leggur sig fram við að hjálpa fólki og er langt því frá að vera einhver peningaplokkari.
Sá miðill myndi sennilega aldrei taka þátt í þessu milljón króna dæmi ef hann vissi af því af þeirri einföldu ástæðu að vilja ekki vera í sviðsljósinu með sína hæfileika heldur nota þá til góðs fyrir fólk sem þess þarfnast og í friði frá efasemdamanneskjum sem níðast á mannorði hans.
skrítið hvað fólk dæmir alla yfir smá hóp sem gerir þetta....
hvernig lítur þú á lífið?
hahaha það þurfti að vera tvær persónur sem kvörtðuð yfir þessu
en annarsvegar ég er hjartanlega sammála þér.
sá ekki betur en þær væru þrjár..
en allavega góður pistill.
væri ekki vond hugmynd að lögreglan myndi setja saman smá taskforce til að rannsaka alla auglýsta miðla og spámenn á íslandi og uppræta þá (alla) sem ekki geta sannað sitt mál. ætti að vera einfalt mál.
Sekta þá feitt og loka þá í klefa.
og fá Kastljós í málið!
Það er alveg rétt, þeir vita ekki af 65 milljónunum sem bíða þeirra...og sanna þar með að þeir hafa enga miðilshæfileika.
Psychic needed. You know whom to call!
skoh:) þetta er góður pistill en hann er of einhæfur... þú verður að skilja það að þín skoðun er ekki sú eina og ekkert endilega rétt:) þið verðið að athuga það að það eru til dæmis mjög mörg börn sem sjá og heyra ýmislegt ekki eru þau á höttunum eftir peningum né pínu lítil börn kunna ekki að ljúga svona löguðu :) það er ekki hægt að einhæfa svona.... mjög rétt að margir miðlar séu loddarar :) en sko alls ekki allir:) ég sjálf skynja stundum eitthvað sem ég get ekki útskýrt en það getur sko enginn sagt mér að það sé af geðsýki. þykir mér vanta skilning í þessari greyn og vona ég að þú lifir heill þótt bitur sért;)
Ég þakka viðbrögðin. Þessi pistill er hins vegar ekki skrifaður í einhverjum biturleika - heldur sannleiksþrá.
Ég bjóst við svipuðum kommentum og þessum, eins og ég nefni í greininni. Sú fullyrðing að ég sé lokaður og of einhæfur á lífið er frekar hæpin - ég yrði himinlifandi ef kæmi í ljós að einhverjir einstaklingar hefðu ótvíræða miðilshæfileika - vandamálið er að þeir nota allir þessar aðferðir sem ég hef sagt frá í greininni.
Ef það kæmi í ljós að einhver gæti virkilega komið með skilaboð að handan myndi öll okkar efnafræði, eðlisfræði og líffræðiþekking umturnast.
Vísindamenn myndu rjúka upp til handa og fóta og keppast um að rannsaka þessi meintu svæði í heilanum sem virðast geta numið einhver skilaboð, dánir ættingjar kæmu með alvöru lýsingu á því hvað tæki við eftir dauðann og myndu segja manni eitthvað merkilegra en að passa sig að teygja fótinn vel.
Hvernig stendur annars á því að á sumum svæðum í heiminum þekkjast miðlar ekki? Fæðast engir þar með þessar yfirnáttúrulegar gáfur, eða geutr verið að sá munur sé menningarlegur?
"Þetta er eins og að segja að allir ameríkanar séu heimskir ef manni finnst t.d. bara Bush vera fífl."
Nei! Ef hægt væri að færa svipuð sannfærandi rök fyrir því eins og ég geri fyrir loddaramiðlana væri kannski hægt að kaupa það.
"Þeir sem eru að þessu til góðs eru ekki endilega á höttunum eftir miklum peningum og hvað þá auglýsingu á sjálfum sér. Auðvitað eru til fullt af svikurum sem ná að blekkja fólk en að alhæfa svona er nú aðeins of langt gengið."
Lítum aðeins betur á þetta. Ef það væru til bæði alvöru- og svikamiðlar, myndum við virkilega ekki sjá muninn á þeim? Væru alvörumiðlarnir ekki langþreyttir á þessum hröppum sem þykjast hafa alvöru gáfur? Gætu þeir ekki flett ofan af platmiðlunum til að sanna að þetta væri virkilega hægt?
Ég var fyrir nokkrum árum alls ekki viss um hvort þessir einstaklingar væru að gabba fólk. En eftir að hafa kynnt mér málin aðeins betur fóru málin að skýrast - og út frá þeim forsendum fullyrði ég að þeir séu allir að feika þetta.
"Svikarar ganga lausir undir berum himni á Íslandi - og það meira að segja undir lögvernduðu starfsheiti."
Mér sýnist þetta geta átt fullkomlega við presta líka.
Flott grein... minnir mig svoldið á South Park þáttinn "biggest douche in the universe". Ég mæli alla vega með honum.
Ein pæling, eru það ekki yfirleitt stelpur sem trúa svona vitleysu ?
Svo má náttúrulega ekki gleyma því að sumum líður í alvörunni betur með því að tala við þetta fólk. Ég fór einusinni til miðils, sem bjargaði lífi mínu, bókstaflega. Hann hjálpaði mér því ég trúði á þetta, og geri enn. Ég fer reyndar ekki lengur til miðla, en þegar ég þurfti þess þá fékk ég hjálp. Og mun ekki hika við að gera það aftur. Ég þekki marga miðla og er sjálfur "næmur", og engin af þeim auglýsir þjónustu sína, þeir vinna eðliga dagvinnu eins og við flest. Þeirra viðskipti eru eingöngu "word-of-mouth", og eitthvað hlítur að vera rétt í þessu, þegar manni líður betur. Til er orðtækið, engu máli skiptir hvaðan gott kemur.
Það er ekki hægt að vera með svona fullyrðingar um eitthvað sem maður ekki þekkir 100%. Þekking og geta heilans, þekkingin á orkuumhverfinu og eðli heimsins er bara hreinlega ekki næg til að hægt sé að dæma eitthvað svona fyrirfram. Vísindin hafa ekki öll svörin heldur, ber þá að úthrópa þá sem þar eru? Í þessu, eins og öðru eru svartir sauðir. En auðvitað átt þú rétt á þínum skoðunum og það ber að virða.
....svo er annað sem þarf að hugsa um, en það er...að miðlar eru ekki að lokka okkur inn í einhvern lygavef, við kjósum það sjálf að fara. Rétt eins og við ráðum hvað við horfum á í sjónvarpinu. Ef okkur líkar ekki eitthvað sem er á dagskránni, þá bara sleppum við því að horfa á það.
ég vill endilega benda á eitt
að þeir sem eru miðlar hafa oftast nær misst einhvern mjög nærkominn
og þau halda áfram að ná að tala við þann einstakling
eins og segjum sem svo að það sé til himnaríki eða hvað sem fólk vill kalla það
ætli það séu nú ekki reglur þar eins og allstaðar annar staðar
hvað ef það er að þú þarft að velja hvað þú villt verða í himnaríki
vofa afturganga andi eða bara maður sem á heima í himnaríki
svo þegar þú telur að einhver sé með einhverja náðargáfu
þá þarf þetta ekki endilega að vera gáfa
aðeins það að þessi manneskja hefur átt einhvern nákominn sem dó
en vildi enn þá hafa samskipti við aðilan
þessi miðill var kanski það merkilegur
að dána manneskjan vildi fremur tala við miðilin en að fá að fara til himnaríkis
hugsaðu aðeins út í þetta næst þegar þú ferð að gera skítkast út í miðla sem eru ekkert annað en hið besta fólk
Mig langar að benda á eitt. Fólk sem leitar til miðla er yfirleitt fullorðið fólk sem ræður sjálft í hvað penningarnir sínir fara og hvort það vilji trúa eða ekki á miðla. Oftar en ekki er fólk að leita sér hjálpar og finnur einhverja hugarró hjá miðlum, hvort sem það sem þar gerist sé satt eða ekki. Mér finnst því miðlar alveg eiga rétt á sér.
Hmm, þetta er nú asnaleg umræða. Mætti alveg eins segja: "Hvað með þessa loddara sem segja fólki að trúa á guð? Byggja upp falsvonir um eilíft líf." Það er ekki hægt að sanna tilvist guðs frekar en að sanna að fólk hafi skyggnigáfu. Sumt fólk vill bara trúa. En nú trúi ég hvorki á guð eða miðla.
Bara ein viðbót. Það eru sko ekki ALLIR miðlar sem segja "þekkiru einhvern sem byrjar á G? Hefurðu fengið bakverk??" Kannastu við Jón??" og allt það sem maður hefur heyrt að þeir sem eru svikarar segja.
Miðillinn sem ég hef þekki var allavega aldrei með neitt svona bull við mig.
Og hitt, ég held að alvöru miðlar séu lítið að pæla í að fletta ofan af fólki sem þykist vita eitthvað meira.
Það er ekki þeirra mál og fæstir þeirra vilja koma fram opinberlega og auglýsa sig sem miðil vegna þeirra ástæðna sem ég talaði um fyrr.
Þetta er það sem ég giska á út frá yndislega miðlinum sem ég þekki sem btw er ekki lygari og peningaplokkari.
Þessir fake miðlar eru bara jafn miklir peninga plokkarar og geðlæknar og sálfræðingar.
En ef fólk vill eyða peningum í þá til að reyna að líða betur þá má það það alveg mín vegna.
Haha á ég að kasta srengju með því að segja mína skoðun... allavegana þá trúi ég á Guð og eilíft líf í nærveru Guðs sem er það besta, en þar sem að ég trúi á Guð veit ég líka að í heiminum er mikil barátta góðs og ills og í Biblíuni stendur að við eigum að láta það í friði að sækjast eftir sambandi við framliðna eða hvers konar miðilsstarfsemi, þannig að mín skoðun er sú að vissulega eru til miðlar sem að ná sambandi við framliðna en spurninginn er hvort að það sé af hinu góða eða hinu illa ??
Ég þekki þig ekki neitt, rakst bara á þessa grein og langar að deila einu hérna með þér, jú það er mikið rétt af því sem þú segir en alls ekki allt. Fjölskyldan mín samanstendur af mjög svo skyggnu fólki og þau eru skyggn, ekki miðlar, sá sem gefur sig út fyrir að vera miðill er loddari að mínu mati sér í lagi þar sem allir sem ég þekki og hafa þessa gáfu flakka henni alls ekki, halda henni bara fyrir sig og sína og aldrei myndi nokkur af þeim reyna á neinn hátt að hagnast af þessu, það er ástæða fyrir því að fólk sem er skyggn deilir ekki gáfu sinni með með öðrum, þeirri ástæðu ætla ég samt ekki að deila með þér heldur bara að segja það sem langamma mín sagði við mig: Andar eru ekki til að leika sér að.
Sumir eru einfaldlega það lokaðir fyrir þeim hlutum sem eru í þessum heimi að þeir taka ekki einu sinni eftir jarðskálfta, sem þó er vísindalega staðreynd, afhverju ættu þeir að taka eftir því sem meira að segja reynist öðrum erfitt að sjá, heyra, finna?
Það að ekki séu til sannanir fyrir því að hlutir eru til er ekki endilega sönnun fyrir því að þeir eru ekki til. Vísindamenn væru nú helvíti lélegir ef þeir héldu því fram, t.d. var lengi talið að allar lífverur þyrftu súrefni til að lifa en það er ekki svo langt síðan að það fundust bakteríur lengst niðri á hafbotni sem notuðust við brennisteinssýru ef mig minnir rétt.
Vísindin gætu allt eins sannað tilvist anda eftir 100 ár eða 100 daga. Það væri lélegur vísindamaður sem segði að andar væru ekki til, orka frá þeim, sálin, hinir og þessir guðir.
Furðuleg skrif um málefni sem menn sem hafa enga þekkingu á miðlum eða því sem andlegt er.Mér finnst svona heimsku skrif dæma sig sjálf og er algjölega af vanþekkingu og heimsku.Það hefur engin miðill verið ríkur á Íslandi.Og svo með þennan nágunga James Randi hafa margir miðlar hitt,og hann gerir sig út á flölskum forsendum,á engar millur til að borga.Það er lögu orðið tímabært að þið sem trúið ekki einu eða neinu hættið að setja út á trú,eða andleg mál.
Ég svaf einu sinni af mér jarðskjálfta, svo ég veit hvað Bára er að tala um (ég hlýt að vera verulega ónæmur).
Jóhann Helgi: Það hefur kannski enginn orðið ríkur af miðilsstörfum, en margir hafa lifað alveg þokkalegu lífi af því. Og af hverju ekki? Þetta er gott innistarf sem krefst engrar menntunar eða starfsreynslu.
Annars þekki ég konu sem hefur haft það að aukastarfi að spá fyrir fólki (eða hvað það nú kallast). Nú þekki ég þessa konu vel, hún vinnur í sölumennsku og satt best að segja er hún mjög góð í því. Þannig að það kemur mér ekki á óvart að hún sé líka góð í "cold-reading".
Hehe mjög góður lestur, Það er markt til í þessu en samt ekki svona einfalt til að vísindalega sana eikvað þarf svo að rökstiða málið svo að ekki verði það hrakið af öðrum vísinda mani sem skeður þó oftast
en nog um það miðlar er orð sem uphaflega var notað um fölk sum var að miðla uplisingum sem hann/hún fék eða taldi sig fá anarstaðar frá en úr hinum daglega heimi tildæmis edgar caisy sem meðal anars margir raindu að sana að hann wæri blöf
en undarfarið hefur orðið verið notað ifir folk alment sem er að nota hæfileikana sína kvort sem það er coldreading eða eikvað annað
en sanleikurin er að allt man fólkið (þúlika :))hefur einkverja skinjunn umfram það sem lækna vísindin geta útskírt eða vita um.
Það hafa allir orðið einkvertíman firir einkveri reinslu en margir taka bara ekki eftir því. Það mæti seigja að (miðlar) fólk sem skinjar sé skift í prosentu hopa og honum er svo skift í fernt skinjun/túlkun//skilgreiningu/og að skila því frá sér.
þú komst þini hugsun fráþér á mjög skilvirkan hát(sem ég vildi að ég gæti hehe)en það vantar meiri skilning því það er /voru til miðlar og anað fólk sem við viljum kala miðla sem hafa hjuálpað mergum sem dömi Einar á einarstöðum Margret fá Öxnafeli grikkin ravalin eikvað margir vísinda men hava rein að sana og af sana þetta en geingið ílla en vísindin hava lika sanað narkt af þessu til dæmis me áruna (þöksé kiljan ljósmindun)mjög mart af miðlonum er að þessu til að hjálp fólki margir þera vit að eff þeir farra út í þetta til að græða mikkin penining (til dæmis 68 mils ) þá dofnar skinunin eða fer tima bundið en lika verður þú sem miðil að atthuga að markt fólk vill borga firir það sem þúi gerir firir það bæði svo það finist ekki skuld þér eikvað og því liður oftarst bettur með að hafa borgað (ég rak mig ílla á með þetta) ef þú ert feingin til að koma til dæmis til að lita á og stila videoið og kanski laga leiðslur áttu að gera það frít ?.Bara spurning.
En það er satt að það er til fólk sem er að þesu firir peningan, gæti haldið enda laust áfram en barra eit en plz skrifaðu meira hehe vonast til að sjá meiri skrif frá þér
Er miðill virkilega lögverndað starfsheiti? Hvaðan hefurðu það?
Auðvitað er miðill ekki lögverndað starfsheiti. Það myndi þýða að maður þyrfti að uppfylla einhver skilyrði til að geta kallað sig miðil. Svo er greinilega ekki.
Þetta er bara eitthvað sem Kristjáni fannst sniðugt að segja, enda er það það.
Ég er mjög ánægður með þessa grein. Mér þykir hún vel skrifuð og hún á fullan rétt á sér- ég er sammála öllu því sem þar kemur fram.
Freyr Þ
Kári: Sálarrannsóknarfélag Íslands heldur utan um miðla og setur staðla um hverjir fá að komast inn í þá stétt sem starfar í nafni félagsins. Það var það sem ég átti við um lögverndað starfsheiti. Ofangreindur Skúli er til dæmis í þeirri stétt.
mjog ahugavert, takk
proclaimed most of the people pay off ones own mortgages punctually and additionally without the need of fees and penalties
A respected credit debt charitable organisation can expect may be families looking towards them all for enable throughout payday cash advance bad debts to make sure you twice the. consumer debt charitable organisation pronounces approximately buy the temporarily, great desire lending products this year. Typically the charitable organisation tells a couple of years in the past the sheer number of purchasers with them was first insignificant.
pożyczki janosik
szybki kredyt gotówkowy ing
pożyczki prywatne
pożyczka bez banku
kredyt na dowód sieradz
http://pozyczki-prwatne.net.pl
http://pozyczkanadowod24.org.pl
http://kredytybezbiku.biz.pl
Post a Comment